top of page

Nú er hægt að panta matarbakka í félagsmiðstöðvunum og takmörkuð handavinna er leyfileg að nýju.

Páskasólin er að komast á himininn

Eftir páska eða frá með 6. apríl til og með 15. apríl mun eftirfarandi fyrirkomulag vera á starfsemi í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi. Hægt verður að kaupa sér matarbakka í félagsmiðstöðvunum á meðan ekki er hægt að halda opnu fyrir hádegismat í matsalnum. Panta þarf matarbakka fyrir kl 9:30 deginum áður í síma 441-9900. Við hvetjum fólk til að nýta sér þennan kost. Frekari upplýsingar um heimsendan mat er í síma 441-0000 fyrir þá sem ekki geta hvorki annast matseld sjálfir né komist ferða sinna hjálparlaust.

Opið verður í handavinnnustofur s.s. fyrir prjónaskap, útskurð, postulínsmálningu og fleira í þeim dúr. Samhliða þessu verður áfram hægt að hittast og fá sér kaffi í matsalnum. Gestir hugi að einstaklingssóttvörnum og notist við grímu og virði reglu um 10 manna hámarksfjölda og 2 metra bil á milli gesta í þeim hópi sem þeir tilheyra. Símanúmer félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi er 441-9900, þar sem frekari upplýsingar veittar. 2. apríl 2021

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page