Kynningafundir Virkni og Vellíðunar miðvikudaginn 14. desember.

Það er almennt viðurkennt í samfélaginu að hreyfing seinki öldrun, geri fólki kleift að njóta lífsins frekar og búa lengur heima, reyndar oft með aukinni aðstoð.
Nú eru framundan tveir kynningarfundir á heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri hér í Kópavogi.
Þeir verða miðvikudaginn 14. desember í Fífunni og Kórnum.
Við hvetjum fólk til að mæta og kynna sér málið.