top of page

Kynning á PICKELBALL þriðjudaginn 8. nóv. 2022 í Tennishöllinni við Dalsmára

Kynning á PICKLEBALL í Tennishöllinni

PICKLEBALL er spaðaíþrótt sem er upprunnin í Bandaríkjunum en hefur náð mikilli útbreiðslu síðustu ár. PICKLEBALL er sambland af tennis, badminton og borðtennis.


Það eru ekki síst eldra fólk sem stundar íþróttina.


Það verður ókeypis kynning á PICKLEBALL fyrir okkur eldri borgarana í Tennishöllinni þriðjudaginn þann 8. nóvember kl. 9:30 - 11:30.


Þeir sem vilja kynna sér PICKLEBALL ættu að líta við í Tennishöllinni á þriðjudagsmorguninn. Komið í Tennishöllina sem er á bak við Sporthúsið við Dalsmárann, rétt hjá fótboltavelli Breiðabliks (Kópavogsvelli) á þriðjudagsmorguninn.Svo verður boðið upp á smáhressingu á eftir en þarna er rekið kaffihús og Bistró.


Þeir sem eru ákveðnir í að prófa ættu að hafa með sér íþróttaskó. Spaðar og kúlur til leiksins verða á staðnum.

Til að vera öruggur um að komast að má hringja í Míu í síma 6934696 eða senda tölvupóst á jonas@tennishollin.is




Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page