top of page

Kristjana H. Guðmundsdóttir fyrrverandi formaður FEBK látin.


Í gær fór fram útför Kristjönu H. Guðmundsdóttur fyrrverandi formanns Félags eldri borgara í Kópavogi - FEBK.

Kristjana var fædd 20. janúar 1932 en lést 29. janúar 2021. Eft­ir starfs­lok starfaði hún hjá Fé­lagi eldri borg­ara í Kópa­vogi. Fyrstu tvö árin var hún gjald­keri og tók hún svo við störf­um for­manns fé­lags­ins í mars 2007. Kristjana var formaður Fé­lags eldri borg­ara í Kópa­vogi í sjö ár og var hún gerð að heiðurs­fé­laga þann 22. nóv­em­ber 2013. FEBK þakkar Kristjönu störf hennar í þágu félagsins og eldri borgara hér í Kópavogi og sendir aðstandendum hennar samúðarkveðjur.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page