top of page

Grái herinn er með útifund á Austurvelli föstudaginn 29. október kl 14.

Grái herinn boðar til útifundar í tilefni af því að aðalmálflutningur þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9.15 að morgni sama dags.


Dagskrá útifundarins:

Helgi Pétursson formaður LEB – Landssambands eldri borgara kynnir málsóknina Flóki Ásgeirsson lögmaður gerir grein fyrir málflutningi beggja aðila málsins Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur (rauna)tölu eftirlaunakonu Hörður Torfa söngvaskáld flytur eigin tónlist Andrea Jónsdóttir rokkamma þeytir skífum fyrir fund og eflir baráttuandann.

Fundarstjóri er Helgi Pétursson.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page