top of page

Ferðir sumarsins gengu vel.

FEEBK stóð fyrir fjórum dagsferðum í sumar. Fyrst fórum við í Hvalfjörðinn og á Akranes 18. maí s.l. þar sem Steini Þorvaldsson stýrði okkur og fræddi. Við stoppuðum við Hvalstöðina, Hernámssetrið og Saurbæjarkirkju. Steinunn Jóhannesdóttir sagði okkur þar frá Guðríði Símonardóttur -"Tyrkja Guddu" - konu sr. Hallgríms péturssonar. Í lokin heimsóttum við svo Félag eldri borgara á Akranesi. Önnur ferð okkar var Reykjaneshringurinn 9. júní undir stjórn og leiðsögu Hjálmars Waag Árnasonar. Við ókum vítt breytt um nesið og komum m.a. við í Brimkatli, Kotvogi, Hvalneskirkju og fórum út í Garð en enduðum með smákynningu á Ásbrú á gamla varnarsvæðinu. 6. júlí gerðumst við hefðbundnir túiristar í eigin landi og fórum Gullna hringinn með endastöð á Gljúfrasteini. Helgi Ágústson sat við hljóðnemann í bílnum og sagði okkur eitt ig annað um það sem fyrir augu bar. Dagurinn var valinn með hliðsjón af því hve fá skemmtiferðaskip voru í Reykjavíkurhöfn þennan dag. Svo fórum við til Vestmannaeyja 11. ágúst. Vestmanneyingurinn og fyrrum formaður okkar Baldur Þór Baldvinsson skipulagði ferðina og leiðsagði með innkomu Arnars Sigurmundssonar þegar til Eyja kom. Allar þessar ferðir tókust ákaflega vel og við höfum ekki annað heyrt en en allir þátttakendurnir hafi verið ánægðir með hvernig til tókst.Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page