top of page

Ferðin í Rangárþing Ytra gekk vel

Ferð okkar í hellana að Ægissíðu og Sagnagarð í Gunnarsholti með súpu á Hótel Stracta gekk vel. Veðrið lék við okkur og ferðalangarnir drukku svo síðdegiskafffið í EVRU. Nafnið EVRA er sótt í tvo fyrstu stafi þeirra hjóna Evu og Ragnars formanns FEBK en Eva lést í árslok 2018. Grétar Geirsson bóndi og harmokuleikari spilaði fyrir okkur í EVRU og sumir dönsuðu. Ánægjulegur dagur.

Í Ægissíðuhellunum.

Súpa og brauð á Stracta og kaffi og kaka á eftir.

Árni Bragason landgræðslustjóri tók á móti okkur í Sagnagarði og fræddi okkur um störf Landgræðslunnar.

Skálað fyrir góðum degi undir húsgafli í EVRU.

Fólk drakk kaffið við bekkjarborð undir léttum tjöldum.


Alltaf gaman að kíkja á gamla traktora. Friðgeir brá sér í ökutúr!

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page