top of page

Ferðin í Guðmundarlund 2021 tókst í alla staði vel.

Kannski voru milli 180 og 200 manns í Guðmudarlundi í dag. Fólkið kom ýmist með rútum frá félagsmiðstöðvunum eða á eigin bíl. Það rættist úr veðrinu, hann hékk þurr og því v<r dagskráin mestu utandyra. Veitingar í föstu og fljótandi efni voru í boði og þeim gerð góð skil. það var vatn og ávaxtasafi, hvítvín og rauðvín og , brauð og ávaxtabitar og meira að segja kaffi í lokin.

Formaður FEBK, Ármann bæjarstjóri og Þröstur ritari Skógræktarfélagsins ávörpuðu hópinn en svo tók Örn Árnason leikari við og hélt uppi fjöldasöng með gítarundirspili og gamanmálum þess á milli.

Innan dyra var "heyrnartóladiskó", nokkuð sem fæstir höfðu kynnst áður og því var fólk dálítið ragt við að fara út á gólf og dansa við sjálft sig. Unga fólkið hefði kunnað vel við þetta! Allir virtust una sér vel og nutu þess sem í boði var en ekki síst að hitta aðra og þar á meðal marga góða vini, kunningja og fyrrverandi nágranna. Það mátti svo oft heyra úti á pallinum: "Gaman að sjá þig elskan mín, það er svo langt síðan við höfum hist........"

Þetta var bara gleðistund í boði Kópavogsbæjar, Skógræktar Kópavogs og Félags eldri borgara í Kópavogi, Stund sem við vonum að sé orðin fastur árlegur liður í bæjar- og félagsstarfinu. Þökk sé öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page