top of page

Ferð um Hvalfjörð og á Akranes 18. maí 2022.


Þann 18. maí n.k. förum við með rútu frá Teiti upp í Hvalfjörð - sjá mismunadi brottfarir

frá félagsmiðstöðvunum hér fyrir neðan. Í eina tíð var nú oft stoppað í Hvalstöðinni í “ólyktinni” frá bræðslunni og horft á hvalskurðinn. Það er nú ekki í boði núna en kannski eitthvað annað að skoða þar.

Öll munum við eftir Gauja litla úr megrunarátaki í Sjónvarpinu 1996 en frá árinu 2012 hefur hann rekið “Hernámssetrið” að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit. Við skoðum safnið og fáum svo súpu og brauð og kaffi á eftir.

Í Saurbæ var Hallgrímur Pétursson prestur. Um konu hans hefur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur skrifað bókina “Reisubók Guðríðar Símonardóttur”, Tyrkja-Guddu. Steinunn kemur í kirkjuna til okkar og fræðir okkur.

Gamli Akranesvitinn og Guðlaugin bíða okkar svo og gangi allt upp fáum við kaffi hjá vinafélagi okkar FEBAN - Félagi eldri borgara á Akranesi. FEBAN er með nýtt og skemmtilegt húsnæði sem gaman verður að skoða.

Þá er fátt annað eftir en að koma sér heim í Kópavoginn og vera þar svona eitthvað upp úr kl 17.ÖLL SKRÁNING er aðeins í félagsmiðstöðvunum. EKKI ER HÆGT AÐ SKRÁ SIG GEGNUM NETIÐ!!!

Svo ekki verði óleysanlegar ofbókanir skiptum við miðunum á milli félagsmiðstöðvanna á eftirfarandi hátt í fyrstu skráningu:

Boðinn = 11 sæti (+ biðlisti) Gjábakki = 11 sæti (+ biðlisti) Gullsmári = 17 sæti (+ biðlisti)

Staðan verður skoðuð og endurmetin í lok miðvikudagsins 11. maí.

Þið sem skráið ykkur í þessi fráteknu sæti í félagsmiðstöðvunum getið greitt ferðina í heimabanka ykkar. Uplýsingamiðar með reikningsnúmer okkar er í félagsmiðstöðvunum. (0536-26-000685 kt. 431189-2759) Einnig verður tekið á móti greiðslu með posa á skrifstofutímum kl. 10 - 11:30 mánu- og miðvikudagana 9. og 11. maí.

Síðasti greiðsludagur á skrifstofunni er mánudagurinn 16. maí kl. 10 - 12.

Ógreiddum sætum verður ráðstafað til annarra um hádegisbil þann 16. maí.

Verð ferðarinnar er kr. 8.500 fyrir félaga í FEBK en 10.000 kr. fyrir aðra. Rútan verður við Gjábakka kl. 8:30, Gullsmára kl 8:45 og Boðann kl. 9:00.Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page