top of page

FERÐ TIL GRÆNLANDS MEÐ FERÐASKRIFSTOFU ELDRI BORGARA

Flogið verður með Icelandair í beinu flugi, að þessu sinni frá Keflavíkurflugvelli til Narsarsuaq eða “stóru sléttunnar” sem áður var ein helsta þungamiðja byggðar í eystribyggð Grænlendinga hinna fornu, enda Brattahlíð, bær Eiríks rauða, rétt hjá. Þar stendur í dag bærinn Quassiarsuk. Boðið verður upp á 3ja nátta / 4 daga ferð með hálfs- og heildags skoðunarferðum í nágrenni Eiríksfjarðar. Gist verður á Hotel Narsarsuaq í tveggja manna herbergjum með sér baðhergi á öllum herbergjum. Ferðin takmarkast við 24 farþega. FERÐATILHÖGUN 19. ágúst: Brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 17:30 og lent í Narsarsuaq kl. 18:25 að staðartíma. Ekið að hótelinu þar sem innritun fer fram. Kvöldverður á hótelinu kl 20:00.

20. ágúst: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 09:00 í dagsferð til Igaliku, en það er bær með um 50 íbúa og stendur á sama stað og höfuðból og biskupsetur Grænlendinga hinna fornu sem nefnt var Garðar. Siglt er í gegnum Eiríksfjörð frá Narsarsuaq. Hádegissnarl er innifalið í Igaliku. Komið aftur á hótel kl. 17:00. Kvöldverður á (útigrill) í Narsarsuaq með mikilli upplifun.

21. ágúst: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 08:30 í dagsferð til Narsaq. Narsaq er bær með um 1500 íbúa og stendur á tanga sem aðskilur Tunnulliarfik fjörð (Eiríksfjörð) og nyrðri Sermilik-fjörð (Bredefjord). Snæddur er hádegisverður á Hótel Narsaq (innifalinn í verði) og siglt þaðan um kl. 15.00 áleiðis inn Ísfjörðinn sem er ólýsanleg upplifun. Qooroq jökullinn er í nálægð við Narsarsuaq þar sem ísjakar fljóta um í firðinum Komið aftur á hótel kl. 17:30. Kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

22. ágúst: Morgunverður á hóteli. Eftir morgunverð verður lagt af stað í ferð til Qassiarsuk þar sem áður var bær Eiríks rauða, Brattahlíð. Um 15 mínútur tekur að sigla yfir fjörðinn.

Hádegisverður í Café Thorhildur.

Eftir hádegisverð verður ekið um Narsarsuaq bæinn og minjasafn um veru bandarísku hermannanna frá 1943 skoðað. Ekið á flugvöll og er brottför frá Narsarsuaq kl. 19:10 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 23:35. Verð: Kr. 309.500 á mann m.v. gistingu í tvíbýli. Aukagjald vegna gistingar í eins manns herbergi ca. 35.000 kr.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald, í síðasta lagi 1. mars n.k.

Einnig er hægt að hringja til Ferðaskrifstofu eldri borgara á skrifstofutíma í síma 783-9300 / 783-930 Innifalið í fargjaldi:

  • Flug og flugvallarskattar.

  • Gisting á Hótel Narsarsuaq í tveggja manna herbergi með sér baðherbergi

  • Morgunverður alla daga og 2ja rétta kvöldverður 2 kvöld, útigrill 1 kvöld

  • Allur akstur, dagsferðir og hressing skv. leiðarlýsingu.

Íslensk fararstjórn


ATH. Fólk þarf að geta komist leiða sinna óstutt því alltaf eru einhverjar gönguferðir þótt stuttar séu.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page