top of page

Ferð FEBK um Snæfellsnes 14.-15. júní 2021

Snæfellsnes 14. – 15. júní 2021

Lagt verður af stað frá Gullsmára kl. 10:00 mánudaginn 14. júníog ekið í Borgarnes og stoppað þar.

Þá er ekið að Gerðubergi þar sem við skoðum hið stórkostlega stuðlaberg sem þar er að finna.

Haldið að Arnarstapa og snæddur hádegisverður; súpa brauð og kaffi. Þeir sem vilja geta farið í létta 20 mínútna göngu um strandlengjuna við bæinn og séð m.a. Gatklett. Rútan bíður hópsins þar sem göngunni lýkur.

Næstu viðkomustaðir eru við Djúpalónssand og Gestastofu Snæfellsness við Malarrif. Þaðan er góð sýn á Lónsdranga.

Við skoðum síðan merkar söguminjar sem er írski brunnurinn í nágrenni Gufuskála. Næst verður stoppað í Grundarfirði fyrir kaffiveitingar o.fl.

Deginum lýkur með kvöldverði og gistingu á Hótel Stykkishólmi.

Eftir morgunverð gefst tækifæri til að skoða bæinn en brottför verður frá hótelinu kl. 10:00.

Við heimsækjum Bjarnarhöfn þar sem þekktar veitingar eru á boðstólum og kirkjan skoðuð.

Ekið verður um Skógarströnd og komið að Eiríksstöðum í Haukadal.

Á heimleiðinni verður viðkoma að Borg á Mýrum og í Landnámssetrinu þar sem boðið er upp á súpu, brauð og kaffi.

Leiðsögumaður verður Helgi Ágústsson, formaður ferðanefndar og fararstjóri formaður FEBK, Ragnar Jónasson.

Skráning í ferðina er í félagsmiðstöðvunum og á skrifstofu FEBK í Gullsmára á skrifstofutíma, mánudaga og miðvikudaga kl. 10:00 – 11:30, í síma 554 1226 og í tölvupósti febk@febk.is

Áríðandi er að skrá jafnframt símanúmer og kennitölu, (hótel vilja fá kennitölur gesta fyrirfram). Hámarksfjöldi þátttakenda er 40 manns.

Hægt er að greiða fyrir ferðina á skrifstofunni þann sjöunda, níunda og tíunda júní milli 10:00 -12:00. Einnig er hægt að greiða í banka: 0536-26-685 Kennitala félagsins er: 431189-2759.


Ferðin kostar 32.000.- kr. fyrir þá sem gista í tvíbýli, en aukagjald er fyrir einbýli kr. 8000.- Þeir sem ekki eru félagar í FEBK greiða 2.000 kr. viðbótargjald.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page