Félagsvistin sumarið 2022 í Gullsmára og Gjábakka

Miklar breytingar verða á Félagsvist FEBK í Gullsmára og Gjábakka í sumar.

Í Gullsmáranum verður spilað mánudagana 13. , 20. og 27. júní kl. 20.

Samúel og Dóra kveðja okkur 13. júní.

Í Gjábakka verður spilað föstudagana 10. og 24. júní (ekki á sautjándanum) kl. 20.

Við spilum EKKERT Í JÚLÍ en stefnt er að því að Félagsvistin hefjist aftur föstudaginn 24. ágúst í Gjábakkanum og mánudaginn 29. ágúst í Gullsmáranum.

Reyndar er spil 29. ágúst háð því að nýir umsjónarmenn fáist í Gullsmárann.


Stjórn FEBK

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi