Færeyjaferð FEBK 16. – 19. september 2022


Enn eru laus þrjú tveggja manna herbergi til ferð FEBK til Færeyja fyrir eldri borgara 16. - 19. september n.k.

Fararstjóri verður Hjálmar Waag Árnason sem þekkir mjög vel til í Færeyjum og hefur dvalið þar og farið með marga hópa þangað. Flogið frá Keflavík á föstdegi kl. 11:40 og lent þar aftur um kl. 11 á mánudegi. Gist er á Hótel Föroyar.

Ekið verður um Straumey og Austurey og m.a. komið í Gjógv og Klakksvík. Hópurinn skoðar Kirkjubæ og fer í ógleymanlega veislu hjá Jóhannesi Paturssyni kóngsbónda þar. Gengið verður um hluta Þórshafnar og söfn skoðuð. Tveir kvöldverðir innifaldir en á sunnudagskvöldi reiknum við með að borða á hótelinu og hver greiðir þar fyrir sig.

Áætlað verð er ca kr. 160.000 á mann í tvíbýli með fyrirvara um eldneytishækkanir.

Hægt er að skrá sig gegnum febk@febk.is en hafið samt samband við okkur í síma 861 8222 (Ragnar).

25.000 kr. staðfestingargjald á mann þarf að greiða inn á reikning félagsins fyrir 15. júlí n.k.: Kt. 431189-2759 Bankaupplýsingar: 0536-26-685

Ferðanefnd FEBK.

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi