top of page

Endurgreiðsla rútuferðar og miða á Vínatónleikana.

Ágætu félagar í FEBK.

Frekar líklegt er að Vínartónleikarnir falli alveg niður en núna er þeim “frestað” um ótiltekinn tíma! Við í FEBK endurgreiðum því miðana gegn móttöku þeirra og einnig rútuferðina á skrifstofu okkar í Gullsmára 9.

Skrifstofan verður opin mánudaginn 31. janúar og miðvikudaginn 2. febrúar frá kl. 10 til 13:00.

Því miður er ekki hægt að endurgreiða í gegnum posa. Þið þurfið því að koma með miðana og gefa okkur upp: kennitölu, banka, höfuðbók reikningsnúmer og svo við getum lagt inn á reikninga ykkar. Jafnframt verðum við í Gjábakkanum þriðjudaginn 1. febrúar kl. 11 - 12:30 og í Boðanum þriðjudaginn 1. febrúar kl. 13 -14:30 til að taka við aðgöngumiðum og fá bankaupplýsingarnar frá ykkur.

Það er því eins gott að að hafa bankaupplýsingarnar klárar: Kennitala, banki, höfuðbók og reikningsnúmer.

Við hvetjum ykkur til að koma á þessum tímum því við viljum og ætlum að klára þetta uppgjör þessa daga!

Þið getið einnig notað andvirði miðanna á tónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Hörpu en ekki aðra viðburði þar. Leitið sjálf frekari upplýsinga í miðasölu Hörpu s. 528 5050 eða sendið fyrirspurn á midasala@harpa.is ef þið viljið nota andvirði miðanna á þann hátt. Á heimasíðu Hörpu: https://www.harpa.is/dagskra sjáið þið hvaða tónleikar eru í boði.


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page