top of page

DAGSFERÐ FEBK í Rangárþing fimmtudaginn 12. ágúst 2021


Við förum kl. 10 frá Gullsmáranum, kíkjum á Urriðafoss í Þjórsá rétt neðan þjóðvegar 1. Skoðum svo manngerðu hellana við Ægissíðu vestan Ytri- Rangár.

Næst hressum við okkur á Hellu. Síðan liggur leið okkar að Gunnarsholti. Þar eru höfuðstöðvar Landgræðslunnar. Síðdegiskaffið verður drukkið í EVRU, landgræðslulóð formannsins. Þar er hann með sumarhús, traktorana sína og hænsni. Komið heim er líður að kvöldi. Verðið er kr. 11.500 fyrir félaga í FEBK en aðrir greiða 1.000 kr. meira. Skráning er í félagsmiðstöðvunum og tölvupósti febk@febk.is Síðasta skráning er föstud. 6. ágúst. Greiða þarf ferðina á skrifstofunni 9. ágúst eða á reikning félagsins 0536-26-685, kennitalan er 431189-2759

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page