top of page

Breytt fyrirkomulag á hádegismat í félagsmiðstöðvunum.

Frá næsta mánudegi verður ekki hægt að koma í félagsmiðstöðina sína og borða mat þar. Framvegis verður hádegismaturinn afgreiddur í plastbökkum sem fólk fer með og borðar úr heima. Hámarksfjöldi í sal er nú 10 manns en kaffi verður áfram í boði. Frístundastarf með hámark 10 manns og ef hægt er að halda tveggja metra fjarlægð milli fólks heldur áfram. Þessar reglur gilda fram til 2. febrúar.

Við hvetjum allt okkar okkar fólk að huga vel að ferðum sínum og muna eftir leiðbeiningum um nánd, grímur, handþvott og sprittun.

Gleymum því hins vegar ekki að það er mikilvægt að einangrast ekki. Við ættum að reyna að vera í samneyti við aðra en gæta bara vel að sóttvörnum okkar.


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page