top of page

Bingó og Félagsvist aftur í gang

Jæja, eftir langa bið mjakast starfið af stað.

Núna eru við í stjórninni að hamast við að endurgreiða fólki andvirði miðanna á Vínartónleikana. Skrifstofan er opin lengur á miðvikudaginn þann 2. febrúar eða frá kl. 10 til 13. Þið þurfið að koma með miðana ykkar og við greiðum inn á bankareikninga ykkar.

Bridgehópurinn í Gullsmáranum ætlar að byrja að spila á fimmtudaginn þann 3. febrúar.

FEBK verður með BINGÓ í Gullsmáranum kl. 13 föstudaginn 4. febrúar og á sama tíma verður LJÓSMYNDAHÓPURINN í handavinnustofunni að því er við best vitum. Um kvöldið þann fjórða verður FÉLAGSVIST í Gjábakkanum kl. 20 undir stjórn Sigurlaugar.

Mánudaginn 7. febrúar verður Þóra svo með BINGÓ í Boðanum kl. 13 og um kvöldið stjórnar Samúel FÉLAGSVIST í Gullsmáranum kl. 20.

Við kynnum svo tímasetningar á öðrum viðburðum fljótlega.


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page