top of page

Ferð um norðurland 6-9 júní - Dagskrá


Ferð FEBK um Norðurland 6 til 9 júní 2017 6. júní. Farið frá Gulsmára 9 kl. 9.00 og ekið til Hótels Kjarnalunds, sem er rétt innan við Akureyri, og komið þangað kl. 18.00. Þar gistum við næstu 2 nætur. Á leiðinni komum við í Hyrnunni og snæðum léttan hádegisverð á Hvammstanga. Höldum síðan til Þingeyrakirkju og þaðan til Blönduóss (þægindastopp). Förum yfir Þverárfjall yfir til Sauðárkróks og áfram til Glaumbæjar, kaffistopp. Síðasti áfangi dagsins eru Tyrfingsstaðir, gamal torfbær, sem er að endurbyggja, síðan höldum við til Kjarnalunds, þar sem hlaðborð bíður okkar, þegar við höfum slakað á.

7. Júní. Farið frá Kjarnalundi kl. 9.00 og ekið til Húsavíkur og þaðan að Námaskarði. Léttur hádegisverður í Vogafjósi. Förum í Dimmuborgir, þar eru góðir og léttir göngustígar og við göngum þann stytsta, með þeim það vilja 20-30 mín. Fyrir þá wm bíða þá er veitingastaður og verslun á staðnum. Stutt kaffistopp í Reykjadal og þaðan haldið að Goðafossi. Komið í Kjarnlund um kl. 18.00. Ef vel gengur gætum við skroppið í Jólgarðinn (Jólahúsið) sem skammt frá hótelinu.

8. Júní. Yfirgefum Kjarnalund kl. 9 og skoðum Listigarðinn á Akureyri. Höldum síðan út fjörðin og ökum um Dalvík og Ólafsfjörð, förum um göngin og stoppum um stund í Héðinsfirði, Léttur hádegisverður á Siglufirði. Við dveljum um 3 tíma á Siglufirði, höldum þaðan til Hofsóss og verðum þar góða stund. Endum daginn á Hólum og komum náttstað um kl. 18. Eftir kvöldverð gerum við skemmtilegt td dansiball. Rétt er að benda á að ekki er áfengi til sölu á Löngumýri, þannig að hver og sjálfum sér næstur í þeim málum

9. Júní. Heimferðardagur. Byrjum á að fara í Vesturdal, sú ferð tekur rúma 2 tíma og við komum aftur til Löngumýrar og fáum okkur léttan hádegisverð, áður en við tökum kúrsinn suður. Áfangastaðir eru Víðimýrarkirkja, Blönduós, Kolugljúfur, kaffisopi á Laugabakka, Staðarskála, Hreðavatn/Bifröst. Stoppað við Glanna og komið í Gulsmára 9 kl.18

Eftir efni og ástæðum og hvernig okkur sækist ferðin, getur þurft að breyta áætluninni lítilega. Rétt er taka fram, að sætaskipti verða í upphafi ferða 2 - 3 og 4 dags, eftir ákveðinni reglu. Þetta er gert til að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Ferðanefnd FEBK

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page