top of page

Skráning í sumarferðir gegnur vel

Mikil ásókn hefur verið eftir skráningu í þær sumarferðir sem félagið býður sumarið 2017 og er nú þegar orðið uppsellt í ferð um norðurland sem fyrirhugðuð er í júní.

Við hvetjum félagsmenn til þess að skrá sig sem fyrst hafi þeir hug á að koma með í frábærar ferðir.

Sumarferðir FEBK 2017 Safnaferð á Suðurströndina 23. maí Farið sem leið liggur til Eyrarbakka og söfnin þar heimsótt. Eftir

hádegisverð í Rauða húsinu verður ekið til Stokkseyrar og m.a. farið í Veiðisafnið. Þá verður Rjómabúið á Baugstöðum heimsótt og síðan ekið um Gaulverjarbæjarveg til Selfoss og þaðan til Kópavogs. Ferð um Norðurland 6.-9. Júní. (Uppselt er í ferðina) Ferð um Borgarfjörð 20. Júní Ekið fyrir Hvalfjarðarbotn, um Dragháls og inn Skorradal að höfuðstöðvum Skógræktarinnar. Þaðan ekið að Fossatúni, þar sem snæddur verður léttur hádegisverður. Þvínæst farið að Reykholti, að Barnafossum og til Húsafells. Þaðan ekið til Hvanneyrar þar sem landbúnaðarsafnið verður skoðað og þaðan til Kópavogs. Ferð í Kerlingarfjöll 18. Júlí

Ekið sem leið liggur til Þingvalla, Laugarvatns að Gullfossi og þaðan til Hvítáness og til Kerlingarfjalla. Kjötsúpa við Geysi á heimleiðinni. Ferð til Vestmannaeyja 16. ágúst

Ekið til Landeyjahafnar og ferjan tekin til Eyja. Skoðunarferð um eyjarnar m.a. farið í Eldheima, safn um eldgosið 1972. Hádegisverður hjá Einsa Kalda. Ferjan tekin til Landeyjahafnar kl. 18.00 Ath. Vegna mikils áhuga fer skráning eingöngu fram á skrifstofu sími 554 1226

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page