

Þorrablótið verður í GULLSMÁRANUM á laugardagskvöldið
Við BLÓTUM Þorra en BÖLVUM ekki á laugardaginn! Þorrablót FEBK og Félagsmiðsstöðvanna verður í GULLSMÁRANUM á laugardagskvöldið 21. janúar 2023 og byrjar kl 19:00 með fordrykk.
Miðsalan er verður einkum á morgun þriðjudaginn 17. en einnig á miðvikudaginn í félagsmiðstöðvunum. Þeir sem hafa skráð sig eru beðnir að koma í þá félagsmiðstöð þar sem þeir skráðu sig á listana og borga.
Vilji einhver bætast í hópinn er best að koma í GULLSMÁRANN og kaupa miðann/miðana þar á 8.500 k


Betur má ef duga skal! Það vantar fleiri á Þorrablótið.
Þessi hrútur kann að hafa átt sinn þátt í tilurð nokkurra þeirra dilka sem nýttir eru til matar á Þorrablótinu okkar.
NAMM NAMM, LOSTÆTIÐ LJÚFA.
NAMM, NAMM, LUNDABAGGI OG SVIÐ.
Þetta er úr Þorrakveðskap sem sungið er undir laginu “Öxar við ána”.
Þorrablót Félagsmiðstöðvanna og FEBK verður haldið laugardagskvöldið 21. janúar í Gullsmáranum.
Enn eru til það margir miðar að við verðum að fá meiri þátttöku til að geta haldið blótið.
Endilega skráið ykkur því hjá okkur í sím


Þorrablót FEBK og Félagsmiðstöðva eldri borgara verður haldið laugardaginn 21. janúar 2023.
Fríar rútuferðir verða frá Boða og Gjábakka. Eins er frítt að komast til baka í Félgsmiðstöðvarnar og eru brottfarirnar tvær.
Sumir vilja komast heim fljótlega að mat loknum meðan aðrir vilja njóta kvöldsins til enda og kannski bregða sér í dansinn. Fyrri heimferðin er kl 21;30 en hin seinni að þorrablótinu loknu.


"AMOR og ASNINN" - lög Sigfúsar Halldórssonar í Salnum 6. janúar 2023 kl. 20:00.
Ókeypis tónleikar, "Amor & Asninn", verða í Salnum n.k. föstudagskvöld 6. janúar kl 20:00.
Örn Árnason og Jónas Þórir flytja þar eldri borgurum í Kópavogi lög Sigfúsar Halldórssonar. Tónleikarnir eru í boði Lista- og menningarráðs Kópavogs og eru ætlaðir eldri borgurum í Kópavogi.
Ókeypis aðgangur en taka þarf frá miða. Lög Sigfúsar verða aldrei of oft sungin. Hver smellurinn á fætur öðrum úr smiðju hans hafa fest sig í sessi sem dægurlög sem bæði ungir sem gamlir þekkja og