

Jólabingóið í Boðanum tókst vel.
Kannski ekki húsfyllir en mjög margir mættu á Jólabingóið í Boðanum. Þóra stjórnaði að venju og fórst vel úr hendi en hótaði afsögn þegar hún hafði mismælt sig tvisvar við upplesturinn!
Sem betur fór varð nú ekki af því.
Nokkrar myndir birtar eru hér til fróðleiks og skemmtunar. "Þetta er rétt hjá þér" sagði Dóra eftir yfirlestur spjaldsins. "O 68 -- ODDUR sextíuogátta" sagði Þóra yfir salinn. Hver skidi talan hafa verið þarna? Fólk leitar að tölum á spjöldunum. Einn kampak


Jólabingó Boðans mánudaginn 12. desember 2022
Mánudaginn 12. desember kl.13:00 stjórnar hún Þóra okkar
“JÓLABINGÓI BOÐANS”. Á JÓLABINGÓINU verða vinningarnir STÓRGLÆSILEGIR! Ekki þessir venjulegu eins og alltaf heldur t.d. “Út að borða fyrir tvo”, Hótelgisting, Hárklipping, Úttektir í fyrirtækjum og verslunum , Sælgæti og ýmislegt fleira. 250 krónur spjaldið eins og venjulega. Eigum saman skemmtilega stund í BINGÓINU með svolítið meiri spennu en venjulega og það er alltaf gaman að taka við vinningi hjá Þóru! FEBK og Fé


Kynningafundir Virkni og Vellíðunar miðvikudaginn 14. desember.
Það er almennt viðurkennt í samfélaginu að hreyfing seinki öldrun, geri fólki kleift að njóta lífsins frekar og búa lengur heima, reyndar oft með aukinni aðstoð. Nú eru framundan tveir kynningarfundir á heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri hér í Kópavogi. Þeir verða miðvikudaginn 14. desember í Fífunni og Kórnum. Við hvetjum fólk til að mæta og kynna sér málið.

Félagsvist, Bingó og Gleðigjafasöngur í desember 2022
Félagsvist, Bingó og Gleðigjafasöngur
á vegum FEBK
það sem eftir lifir desember 2022. Miðvikudaginn 7. desember er spiluð FÉLAGSVIST kl. 13:00 í Gjábakkanum. Miðvikudaginn 7. desember verður síðasti GLEÐIGJAFASÖNGUR ársins í Boðanum kl. 13:30. Föstudaginn 9. desember verður síðasta BINGÓ ársins í Gullsmáranum kl. 13:00. Föstudagskvöldið 9. desember verður spiluð FÉLAGSVIST kl. 20:00 í Gjábakkanum. Mánudaginn 12. desember verður JÓLABINGÓ Boðans kl 13:00.