

Ljósmyndasýning í Gullsmára
Laugardaginn 26. nóvember 2022 munu félagar í ljósmyndaklúbbnum “Út í bláinn” sýna myndir sínar í Félagsmiðstöð eldri borgara í Gullsmára kl. 14 - 16. Ljósmyndaklúbburinn “Út í bláinn” starfar í Gullsmáranum. Innrammaðar myndir verða á veggjum félagsheimilisins og eins verða sýndar myndir á 65 tommu sjónvarpsskjá í salnum.
Þar sem sýning mynda á skjá hefst kl. 14:00 væri rétt að mæta aðeins fyrr í Gullsmárann til að missa ekki af neinu!


Gjábakki: Bingó hættir en Félagsvist vex
Talsverðar breytingar verða á starfinu í Gjábakka.
Hætt verður að spila BINGÓ þar því þáttakan var ekki næg. Til reynslu á að færa FÉLAGSVISTINA til þess forms sem var fyrir COVID og spila alla miðvikudaga kl. 13:00 og líka aftur á föstudagskvöldum kl. 20:00 en síðdegisspilun á föstudögum vakti ekki mikla lukku.
Verðlaun munu ráðast af fjölda spilara og því sem kemur í kassann.
Það er því eins gott að spilararnir fjölmenni, annars verður þetta lagt af.
Áfram verður spi


Taka lífeyris hjá Tryggingastofnun?
Örin vísar á Hlíðarsmára 11
Eru STARFSLOK á næsta leiti og taka ellilífeyris í bígerð?
Þá er er kynningafundur sem TR heldur miðvikudaginn 9. nóvember nk. kl. 16.00 – 17.30 í Hlíðasmára 11, Kópavogi, kannski eitthvað fyrir þig. Hægt er að fara í Hlíðarsmárann eða vera á fjarfundi .
Það á að skrá þátttöku ætli fólk að fara eða fylgjast með í tölvunni.
Skoðið hlekkinn hér fyrir neðan á Tryggingastofnun en þar á að vera hægt að skrá sig:
https://www.tr.is/tryggingastofnu


Kynning á PICKELBALL þriðjudaginn 8. nóv. 2022 í Tennishöllinni við Dalsmára
Kynning á PICKLEBALL í Tennishöllinni PICKLEBALL er spaðaíþrótt sem er upprunnin í Bandaríkjunum en hefur náð mikilli útbreiðslu síðustu ár. PICKLEBALL er sambland af tennis, badminton og borðtennis. Það eru ekki síst eldra fólk sem stundar íþróttina. Það verður ókeypis kynning á PICKLEBALL fyrir okkur eldri borgarana í Tennishöllinni þriðjudaginn þann 8. nóvember kl. 9:30 - 11:30. Þeir sem vilja kynna sér PICKLEBALL ættu að líta við í Tennishöllinni á þriðjudagsmorguninn.