

Ferðakynning og dans
Fimmtudagskvöldið 27. október verður Úrval-Útsýn með ferðakynningu í Gullsmáranum kl. 20. Eftir kynninguna verður svo diskótekið Dísa með tónlist og þekkta söngvara og okkur gefst tækifæri til að fá okkur snúning. Kostar ekkert - bara að mæta!


Bridgeklúbburinn í Gullsmára spilar á mánu- og fimmtudögum kl. 13:00.
Áhugafólk um Bridge hittist í Gullsmáranum tvisvar í viku og spilar.
Þetta er Bridgeklúbburinn í Gullsmára.
Það kostar 500 krónur að spila hverju sinni og er molakaffi innfalið í verðinu. Fólk getur svo keypt sér meðlæti í kaffipásunni.


UPPSELT er á Haustfagnaðr FEBK með FEBAN
Tvö undanfarin ár höfum við átt von á félögum úr Félagi eldri borgara á Akranesi - FEBAN- í heimsókn til okkar. Covid kom í veg fyrir þær heimsóknir. Nú ætlum við að hittast hér í Gullsmáranum laugardaginn 19. nóvember. Við höfðum einungis rúmlega 40 miða til ráðstöfunar sem seldust upp en verð miðans er kr 8.500.


Vínartónleikar Sinfóníunnar 7. janúar kl. 16
Við vonumst til að Covid hindri okkur ekki í að fara á Vínartónleikana eins og gerðist í fyrra. Við höfum pantan allmarga miða í sal Hörpu á tónleikana 7. janúar 2023 kl. 16 (fjögur). Við bjóðum upp á rútuferðir fyrir þá sem hafa áhuga á því.
Verð miðans er 7.600 kr. og rútuferð fram og til baka kostar 2.000 kr.
Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig á lista sem eru í félagsmiðstöðvunum og á skrifstofu FEBK í Gullsmára 9, en þar er opið á mánu- og miðvikudögum kl. 10 - 11:30.

Bókarkynning í Gullsmára 4. október 2022
Hvað fær áttræða konu til að strjúka úr þjónustuíbúð í Reykjavík? Nú er komið að bókmenntakynningu Leshópsins í Gullsmára, þeirri fyrstu á þessum vetri. Það var umsögn um bókina í Morgunblaðinu s.l. miðvikudag.