

Næsta ferð FEBK: "GULLNI HRINGURINN" 6. júlí 2022
Þetta er auðvitað ferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi og samkvæmt því sem okkur sýndist þá eiga fá skemmtiferðaskip að vera í Reykjavíkurhöfn þennan dag.
Við tökum daginn snemma til að geta gert það sem gera á. Rútan kemur við í öllum Félagsmiðstöðvunum sem hér segir:
08:00 Brottför Gjábakki
08:15 Brottför Gullsmári
08:30 Brottför Boðinn Við ökum að Skálholti og stöldrum við þar um stund en förum svo að Flúðum í súpu í “Farmers Bistro”og skoðum svepparæktina í Flúðas


Ferðin í Guðmundarlund tókst vel.
Kannski voru rúmlega 200 eldri borgarar Kópavogi samkomnir í Guðmundarlundi 15. júní 2022.
Ferð okkar í Guðmundarlund er árlegur viðburður og er samstarfsverkefni FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Veður var milt, sól og hægur andvari þann tíma sem hátíðin stóð eða milli kl. 14 og 16. Það gerði smáskúr ca 15 mínútum fyrir tvö og annan 8 mínútur yfir fjögur.
Formaður FEBK þakkar sér víst hversu gott veðrið var, hann sagði í færslu fyrir hátíðina að hann væri


Félagsvistin sumarið 2022 í Gullsmára og Gjábakka
Miklar breytingar verða á Félagsvist FEBK í Gullsmára og Gjábakka í sumar. Í Gullsmáranum verður spilað mánudagana 13. , 20. og 27. júní kl. 20. Samúel og Dóra kveðja okkur 13. júní. Í Gjábakka verður spilað föstudagana 10. og 24. júní (ekki á sautjándanum) kl. 20. Við spilum EKKERT Í JÚLÍ en stefnt er að því að Félagsvistin hefjist aftur föstudaginn 24. ágúst í Gjábakkanum og mánudaginn 29. ágúst í Gullsmáranum. Reyndar er spil 29. ágúst háð því að nýir umsjónarmenn fáist í


Ferð í Guðmundarlund 15.júní.
Eins og undanfarin ár efna Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs og Félag eldri borgara í Kópavogi til samveru fyrir eldri borgara í Kópavogi í Guðmundarlundi. Í ár stefnum við á 15. júní og hittumst milli kl. 14 og 16. Boðið verður upp á brauðmeti ásamt einhverju til að skola því niður með. Við væntum þess svo að geta sungið og jafnvel tekið sporið inni í hinu glæsilega félagsheimili Skógræktarinnar.
Til að hafa nokkra hugmynd um hversu mikil innkaupin þurfa að verða og hv