

Nú á að borga Reykjanesferðina 2022.
Næsta ferð er handan við hornið - Reykjaneshringurinn fimmtudaginn 9. júní 2022.
Enn eru nokkur sæti laus í þessa ferð sem Hjálmar Waag Árnason stjórnar og leiðsegir í.
Svo er komið að því borga, enginn kemst með nema hafa fargjaldið á hreinu, það kostar 10.000 krónur fyrir félaga í FEBK en 12.000 kr. fyrir utanfélagsfólk.
Skrifstofan er opin á morgun miðvikudaginn 1. júní og svo líka þriðjudaginn 7. júní (það er nefnilega annar í hvítasunnu á mánudaginn) kl. 10 -12. Við er


Færeyjarferðin.
Enn eru örfá sæti laus í ferðina. Hjálmar Waag Árnason verður fararstjóri en hann er af færeysku bergi brotinn og ákaflega fróður um allt og alla hagi þar. Það verður enginn svikinn af leiðsögn hans.
Á lokakvöldi ferðarinnar verður ógleymanleg veisla í Kirkjubæ hjá Jóhannesi Paturssyni kóngsbónda.
Hér eru þeir Jóhannes og Hjálmar utan við Kirkjubæ.
Kóngsbóndinn er að sjálfsögðu klæddur á færeyskan máta .
Væntanlega verður "Færeyskur dans" stiginn þarna að loknum ljúfum kvöld


Það eru að koma kosningar
LEB - Landssamband eldri borgara leggur áherslu á eftirfarandi atriði.
Smellið á hlekkinn til að sjá stutt myndband um baráttumálin. https://www.facebook.com/landssambandeldriborgara/videos/3222732271336889/


Fundur um erfðamál í Gjábakkanum þriðjudaginn 10. maí kl 13:00.
Nú er komið að síðustu félagsmiðstöðinni okkar með fræðslu Gísla Tryggvasonar um erfðamál sem hann nefnir hann "Höldum friðinn".
Hann fer yfir þessi erfðamál í víðu samhengi og svarar spurningum sem vakna hjá fólki meðan hann talar eða búa í huga þess.
Eins má senda honum fyrirspurnir á netfangið hans gt@advokat.is.
Við hvetjum ykkur til að koma og kynna ykkur málin, fólk hefur sagt okkur að umræðan hafi verið fróðleg og gagnleg. Gjábakkinn 10 maí kl 13:00.
Gísli Tryggvaso

Færeyjaferð Félags eldri borgara í Kópavogi 16. - 19. sept. 2022
Föstudagur 16. september:
Flogið frá Keflavíkurflugvelli kl.11:40
Rúta verður frá skrifstofu félagsins að Gullsmára 9 til Keflavíkurflugvallar og aftur til baka í ferðalok.
Mælt er með að komið sé á flugvöllinn eigi síðar en 2 klst. fyrir brottför
Flugferðin tekur rúma eina klukkustund.
Kl. 14:05 að staðartíma er lent í Færeyjum.Rúta bíður okkar á flugvellinum og um 45 mínútna akstur er til Þórhafnar.
Gist er á Hótel Föroyar,
Förum í gönguferð um gamla bæinn í Þórshöfn.


Ferð um Hvalfjörð og á Akranes 18. maí 2022.
Þann 18. maí n.k. förum við með rútu frá Teiti upp í Hvalfjörð - sjá mismunadi brottfarir frá félagsmiðstöðvunum hér fyrir neðan.
Í eina tíð var nú oft stoppað í Hvalstöðinni í “ólyktinni” frá bræðslunni og horft á hvalskurðinn. Það er nú ekki í boði núna en kannski eitthvað annað að skoða þar. Öll munum við eftir Gauja litla úr megrunarátaki í Sjónvarpinu 1996 en frá árinu 2012 hefur hann rekið “Hernámssetrið” að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit. Við skoðum safnið og fáum svo súpu