

Gleðigjafadagur í Boðanum
Það verður söngstund í Boðanum miðvikudaginn 30. mars kl. 13:30.
Dóra og Gleðigjafarnir leiða sönginn.


TRALALLALALLA LALLA TRALLALALLALEI
Á föstudaginn kemur, þann 25. mars, syngjum við í Gullsmáranum með Dóru og Gleðigjöfunum.
Söngurinn byrjar kl. 13:30 og svo kaupa flestir sér meðlæti með kaffinu á eftir. Þetta verður örugglega skemmtileg samvera.
Á ekki mæta ? Mikið er nú gaman að loksins verði hægt að syngja saman.


GLEÐISTUND í Salnum í Kópavogi föstudag 11. mars kl. 20:00
Það verður GLEÐISTUND í Salnum hér í Kópavogi næstkomandi föstudag 11. mars kl.20:00. Þá ætla Örn Árnason og Jónas Þór að bjóða eldri borgurum í Kópavogi að koma og eiga með sér notalega kvöldstund í boði lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar.
Það er FRÍTT INN en það þarf að skrá sig til að fá miða á Gleðistundina.
Annað hvort hefurðu samband við "salurinn.is" eða pantar miða í síma 441-7500.