

Bingó og Félagsvist aftur í gang
Jæja, eftir langa bið mjakast starfið af stað. Núna eru við í stjórninni að hamast við að endurgreiða fólki andvirði miðanna á Vínartónleikana. Skrifstofan er opin lengur á miðvikudaginn þann 2. febrúar eða frá kl. 10 til 13. Þið þurfið að koma með miðana ykkar og við greiðum inn á bankareikninga ykkar. Bridgehópurinn í Gullsmáranum ætlar að byrja að spila á fimmtudaginn þann 3. febrúar. FEBK verður með BINGÓ í Gullsmáranum kl. 13 föstudaginn 4. febrúar og á sama tíma verðu


Endurgreiðsla rútuferðar og miða á Vínatónleikana.
Ágætu félagar í FEBK. Frekar líklegt er að Vínartónleikarnir falli alveg niður en núna er þeim “frestað” um ótiltekinn tíma!
Við í FEBK endurgreiðum því miðana gegn móttöku þeirra og einnig rútuferðina á skrifstofu okkar í Gullsmára 9. Skrifstofan verður opin mánudaginn 31. janúar og miðvikudaginn 2. febrúar frá kl. 10 til 13:00. Því miður er ekki hægt að endurgreiða í gegnum posa.
Þið þurfið því að koma með miðana og gefa okkur upp:
kennitölu,
banka,
höfuðbók
reiknings


Breytt fyrirkomulag á hádegismat í félagsmiðstöðvunum.
Frá næsta mánudegi verður ekki hægt að koma í félagsmiðstöðina sína og borða mat þar.
Framvegis verður hádegismaturinn afgreiddur í plastbökkum sem fólk fer með og borðar úr heima.
Hámarksfjöldi í sal er nú 10 manns en kaffi verður áfram í boði.
Frístundastarf með hámark 10 manns og ef hægt er að halda tveggja metra fjarlægð milli fólks heldur áfram.
Þessar reglur gilda fram til 2. febrúar. Við hvetjum allt okkar okkar fólk að huga vel að ferðum sínum og muna eftir leiðbeinin