

Skemmtikvöld í Gullsmáranum
Skemmtinefnd FEBK minnir á skemmtun í Gullsmáranum á fimmtudagskvöldið þann 30. september þar sem félagar frá Úrval Úsýn koma og stytta okkur stundir og kynna í leiðinni einhverjar ferðir. Ókeypis aðgangur.


Haustlitaferð í Þórmörk 28. sept. 2021 aflýst
Vegna veðurs að hluta en enn frekar vegna færðar verðum við að fella niður áætlaða haustlitaferð í Þórsmörk.
Árnar hafa grafið sig niður og eru frekar leiðinlegar yfirferðar og við förum ekki í neina tvísýnu með okkar fólk.
Ekki var talið ráðlegt að fresta ferðinni um nokkra daga því veðurspár eu ekki til að hrópa húrra fyrir.
Við endurgreiðum því fargjaldið á næstu dögum.


Íþróttavika í Kópavogi 23. – 30. september
Kópavogsbær tekur þátt í "Íþróttavikunni" sem er hluti Íþróttaviku Evrópu Hún er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna við hreyfingarleysi meðal almennings. Hér er í Kópavogi verða sjö atburðir í boði í í samstarfi við íþróttafélögin og fleiri fagaðila. Fimmtudagur 23. September kl: 13:00: Heilsuhringurinn við Kópavogskirkju-
garð verður genginn undir leiðsögn Friðrik Baldur

Haustlitaferð í Þórsmörk 2021
Það er oft reynt að kynna ferðir FEBK á aðalfundum. Haustlitaferðina í Þórsmörk var að vísu búið að auglýsa í félagsmiðstöðvunum tveim dögum fyrr en á aðalfundinum fylltist ferðin og biðlisti myndaðist. Nú er búið að bæta við öðrum bíl og því einhver sæti í boði.
Félagsmenn hafa að sjálfsögðu forgang í laus sæti. Menn halda að veður eigi ekki að hindra ferðina.
Borga þarf ferðina á morgun - miðvikudag eða á föstudaginn á skrifstofunni í Gullsmára 9 eða borga inn á reikni


Loksins héldum við aðlafundinn okkar 2021.
Við héldum aðalfund FEBK 2021 laugardaginn 18. september.
Aðalfundinn á skv. lögum félagsins að halda í mars ár hvert en Covid og fjöldatakmarkanir hindruðu fundarhöld í þá. Það var bara fjölmenni um eða rúmlega hundrað manns á fundinum. Ragnar Jónasson formaður flutti skýrslu stjórnar og Sigrún Þorláksdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Skýrsla og reikningar voru samþykkt athugasemdalaust.
Helgi Ágústsson formaður ferðanefnar FEBK gerði stuttlega g


Við andlát maka
Nýverið gaf Landssamband eldri borgara (LEB) í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið út leiðbeiningabæklinginn „Við andlát maka“ sem ætlaður er aðstandendum og þá aðallega eldra fólki. Landsambandið vill með þessu hjálpa fólki við erfiðar og tilfinningaríkar aðstæður til að létta þá ferla sem fara í gang við andlát maka. Aðstandendur standa ráðalausir uppi eftir ástvinamissi og það kemur gjarnan á óvart hversu mikið umstang fylgir andláti. Hvert á að snúa sér og hvernig til að át


Sjónvarpsþáttur á Hringbraut um kjör aldraðra
Sjónvarpsþáttur um "Kjör aldraðra" verður sýndur á HRINGBRAUT, á morgun, sunnudagskvöldið 12. september kl. 20:30. Þátturinn verður frumsýndur annaðkvöld, en verður svo endursýndur nokkrum sinnum næstu daga og vikur. Í þættinum er dregin upp raunsönn mynd af kjörum aldraðra á Íslandi í dag.
Eins og þið þekkið þá býr stór hópur þeirra við mjög kröpp kjör og erfiðar aðstæður, ekki síst vegna mikilla skerðinga í almennatryggingakerfinu. Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnar þætt