
DAGSFERÐ FEBK í Rangárþing fimmtudaginn 12. ágúst 2021
Við förum kl. 10 frá Gullsmáranum, kíkjum á Urriðafoss í Þjórsá rétt neðan þjóðvegar 1. Skoðum svo manngerðu hellana við Ægissíðu vestan Ytri- Rangár. Næst hressum við okkur á Hellu. Síðan liggur leið okkar að Gunnarsholti. Þar eru höfuðstöðvar Landgræðslunnar.
Síðdegiskaffið verður drukkið í EVRU, landgræðslulóð formannsins.
Þar er hann með sumarhús, traktorana sína og hænsni.
Komið heim er líður að kvöldi.
Verðið er kr. 11.500 fyrir félaga í FEBK en aðrir greiða 1


Ferðin í Guðmundarlund 2021 tókst í alla staði vel.
Kannski voru milli 180 og 200 manns í Guðmudarlundi í dag. Fólkið kom ýmist með rútum frá félagsmiðstöðvunum eða á eigin bíl.
Það rættist úr veðrinu, hann hékk þurr og því v<r dagskráin mestu utandyra.
Veitingar í föstu og fljótandi efni voru í boði og þeim gerð góð skil. það var vatn og ávaxtasafi, hvítvín og rauðvín og , brauð og ávaxtabitar og meira að segja kaffi í lokin. Formaður FEBK, Ármann bæjarstjóri og Þröstur ritari Skógræktarfélagsins ávörpuðu hópinn en svo tók Ö


Guðmundarlundur 15. júlí 2021 kl. 14-16.
Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs og Félag eldri borgara í Kópavogi (FEBK) bjóða eldri borgurum í Kópavogi til ferðar í Guðmundarlund fimmtudaginn 15. júlí 2021 kl. 14 – 16. Skógræktarfélagið tekur þar á móti okkur í glæsilegum húsakynnum sínum. Skemmtidagskrá og léttar veitingar á staðnum. Lagt verður af stað frá félagsmiðstöðvunum kl. 13.30. Rútur frá Teiti koma kl. 13.20. Skrá þarf þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 12. júlí á eyðublöð í félagsmiðstöðvunum eða með þv