

"Sumarstarfsmenn" félagsmiðstöðvanna kynna hvað er á döfinni hjá þeim.
Sumt af þessu er þegar hafið, sumt er bara einu sinni en sumt er aftur og aftur.
Kynnið ykkur málið og brjótið upp hversdaginn.


Félagsvistin að skríða af stað
Fyrstu slagirnir í félagsvistinni okkar voru teknir í Gjábakkanum í gærkvöldi. Það var spilað á tíu borðum og fólk fagnaði því að geta tekið í spil á nýjan leik. Að sjálfsögðu var kaffi í hléinu.


Starfslokanámskeiðinu lokið
Hér er mynd af því fólki sem sótti námskeiðið. 7 þátttakendur voru úr Kópavogi (FEBK) og 5 úr Hafnarfirði FEBH).
Með á myndinni er Ásgeir Jónsson sem stýrði námskeiðinu og Ragnar formaður FEBK.
Allir voru ánægðir með hvernig til tókst.


Bingó í BOÐANUM
Á mánudaginn héldum við fyrsta bingóið frá því síðvetrar í fyrra.
Boðinn var fyrstur og þar mættu rúmlega tuttugu og höfðu orð á því að það væri svo gaman að geta komið saman og lífið að verða eðlilegra. Aðrar félagsmiðstöðvar okkar eru svo í startholunum. Það styttist vonandi líka í að það verði hægt að spila félagsvist.

Starfslokanámskeið í samstarfi FEBK og FEBH
Félög eldri borgara í Kópavogi og Hafnarfirði sameinuðust um að halda starfslokanámskeið fyrir fólkið sitt. Það hófst í morgun og ekki annað að sjá en öllum líkaði vel.
Ásgeir Jónasson heldur utan um námskeiðið og fær einnig fleiri til að koma og fjalla um ákveðin efni sem snerta okkur sem komin erum á eftirlaunaaldur. Hér er Ásgeir að fjalla um næringu, hollustu og óholllustu.


Borgarnesferðin tókst afar vel
Það var létt yfir fólkinu sem heimsótti Landnámssetrið í Borgarnesi og hlustaði á skemmtilega frásögn Reynis Tómasar Geirssonar um tilurð og söguefni refilsins frá Bayeux. Refillinn sagði fólki sem ekki gat lesið, sögu sem það skildi á myndformi.
Eftir andlega næringu kom svo sú líkamlega, kjötsúpa brauð og kaffi, og svo var haldið heim með glaðan hóp. Beðið eftir rútinni utan við skrifstofuna okkar og reyndar líka inni. Hópurinn kominn upp á loftið í Landnámssetrinu og tvei