
Ferð FEBK um Snæfellsnes 14.-15. júní 2021
Snæfellsnes 14. – 15. júní 2021 Lagt verður af stað frá Gullsmára kl. 10:00 mánudaginn 14. júníog ekið í Borgarnes og stoppað þar. Þá er ekið að Gerðubergi þar sem við skoðum hið stórkostlega stuðlaberg sem þar er að finna. Haldið að Arnarstapa og snæddur hádegisverður; súpa brauð og kaffi.
Þeir sem vilja geta farið í létta 20 mínútna göngu um strandlengjuna við bæinn og séð m.a. Gatklett. Rútan bíður hópsins þar sem göngunni lýkur. Næstu viðkomustaðir eru við Djúpalónssand

Ertu búinn að skrá þig á starfslokanámskeiðið sértu á þeim stað í lífinu?
Þeir sem eru að huga að starfslokum (65-70 ára?) geta sótt um setu á námskeiði um starfslok sem verður haldið dagana 8.-10. júní n.k. í Bæjarlind 14 hér í Kópavogi frá kl. 9 - 12 f.h. LEB - Landssamband eldri borgara býður okkur í FEBK þetta námskeið fyrir okkar félaga. Sjá nánari upplýsingar í annarri frétt hér á heimasíðu FEBK. Umsækjendur sendi tölvupóst með nafni, kennitölu, síma og vinnustað á febk@febk.is í síðasta lagi föstudaginn 4. júní n.k.
Námskeiðið er gjaldfrítt

Ókeypis starfslokanámskeið fyrir félaga í FEBK í boði LEB 8. - 10. júní, fyrir hádegi alla dagana.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að undirbúa starfslok eða nýhættir í almennri vinnu.

Refillinn frá Bayeux. Reynir Tómas Geirsson læknir segir frá og sýnir myndir af reflinum.
Þann 5. júní n.k. förum við kl. 14 frá Gullsmáranum að Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 16 og hlustum á Reyni Tómas Geirsson segja frá hinum heimsfræga refli frá Bayeux.
Að frásögn hans lokinni fáum við kjötsúpu, brauð og kaffi á eftir og höldum síðan heim.
Ferð, frásögn og matur og kaffi kostar 8.000 kr á mann.
Fólk getur skráð sig á lista í félagsmiðstöðvunum okkar eldri borgaranna eða sent okkur nafn og símanúmer á netfangið okkar
febk@febk.is
Væntanlegir ferðalangar gre

EKKI farið í Guðmundarlund 3. júní
Áformaðri ferð í Guðmundarlund verður frestað fram á sumarið þar til við getum öll átt eðlileg samskipti án nándartakmarkana.
Eins meters fjarlægð á milli okkar á pallinum í Gumundarlundi er óásættanleg. Þegar þar að kemur auglýsum við ferðina í félgsmiðstöðvunum okkar, á heimasíðu okkar og Facebooksíðunni og vonandi í Kópavogsblöðunum líka.