

Nýtt skírteini er í prentun og hefst innheimta árgjalda á næstu dögum.
Þangað til þið fáið nýja félagsskírteinið notið þið það gamla í tvær eða þrjár vikur.
Innheimtur verða settar í bankann og þegar fólk hefur greitt fær það fljótlega nýtt kort ásamt nýrri "Afsláttarbók LEB" sem vonast er til að verði tilbúin um miðjan apríl.
Korti og bók yrði þá dreift samtímis.
Nýja kortið verður í öðrum lit og með svörtu letri.
Til að spara okkur prentunar- og dreifingarkostnað gildir það til tveggja ára eins og núverandi kort en að sjálfsögðu verður rukk


Starfslokanámskeið fyrir félaga í FEBK í boði LEB.
Þeir sem eru að huga að starfslokum (65-70 ára?) geta sótt um setu á námskeiði um starfslok sem verður haldið dagana 9. -11. mars n.k. í Bæjarlind 14 hér í Kópavogi frá kl. 9 - 12 f.h.
LEB - Landssamband eldri borgara býður okkur í FEBK þetta námskeið fyrir félaga. Umsækjendur sendi tölvupóst með nafni, kennitölu, síma og vinnustað á febk@febk.is í síðasta lagi föstudaginn 5. mars n.k.
Fyrstur kemur, fyrstur fær svo fremi sem viðkomandi sé í markhópi.