Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin.
Efni: Nauðsynlegt að fleiri eldri borgarar taki sæti á Alþingi Árið 2021 verða um 75.000 manns á Íslandi, 60 ára og eldri, þar af eru um 45.000 67 ára og eldri. Þetta fólk krefst þess að fá rödd í samfélaginu. Við skorum á þinn stjórnmálaflokk að tryggja fólki úr þessum aldurshópi sæti á


Velferð eldri borgara – fræðslufundur á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13 - 15.
Fræðslufundur ÖÍ - Öldrunarráðs Íslands og LEB - Landssambands eldri borgara, á RÚV. Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi? Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi. ÖÍ hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara.


Kristjana H. Guðmundsdóttir fyrrverandi formaður FEBK látin.
Í gær fór fram útför Kristjönu H. Guðmundsdóttur fyrrverandi formanns Félags eldri borgara í Kópavogi - FEBK. Kristjana var fædd 20. janúar 1932 en lést 29. janúar 2021.
Eftir starfslok starfaði hún hjá Félagi eldri borgara í Kópavogi. Fyrstu tvö árin var hún gjaldkeri og tók hún svo við störfum formanns félagsins í mars 2007. Kristjana var formaður Félags eldri borgara í Kópavogi í sjö ár og var hún gerð að heiðursfélaga þann 22. nóvember 2013.
FEBK þakka