

Þorrablót 2017
Þorrablót félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi
og FEBK verður haldið í félagsmiðstöðinni Gullsmára,
Gullsmára 13, 4. febrúar 2017. Miðaverð 6.500 kr.
Dagskrá:
18.30 Húsið opnar
19.30 Borðhald hefst
20.30 Skemmtiatriði
21.30 Dansleikur
23.30 Dansleik lýkur
Miðasala/happdrættismiðar
Gullsmári 23. og 24. janúar
Boðinn 24. og 25. janúar
Gjábakki 25. og 26. janúar
Rútuferðir:
Kl. 18.00 frá Gjábakka
Kl. 18.15 frá Boðanum
Kl. 23.45 Rúta í Gjábakka


Vordagskrár félagsmiðstöðva
Á sama tíma og við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs er það ánægja að tilkynna að dagskrár félagsmiðstöðvana fyrir vorið 2017 eru nú aðgengilegar á vefsíðunni okkar. Endilega kynnið ykkur málið og vonumst við til þess að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Að lokum er rétt að minna félagsmenn á að fylgjast vel með á vefsíðunni okkar þar sem oft bætast við hinir ýmsu dagskráliðir.