

Dansleikur í Gjábakka 15 Október
Haldin verður dansleikur í Gjábakka þann 15 Október. Gleðin stendur frá 20:00 til 23:00 Haukur Ingibergsson leikur fyrir dansi Miðaverð er aðeins 1000 kr. Við vonumst til þess að sjá sem allra flesta kv, stjórnin


Ferð á Óperu í Hörpu
Évgeny Onegin
Óperan Évgeny Onegin verður flutt í Hörpu í haust. Évgeny Onegin er sú rússneska ópera sem nýtur mestrar hylli utan Rússlands og er reglulega sett upp í Óperuhúsum um heim allan enda rómantísk saga og tónlist eins og best verður á kosið. FEBK hefur látið taka frá aðgöngumiða á sýningu sem verður sunnudaginn 6. nóvember kl. 20.00. Verð aðgöngumiða er kr.8.100,- með hópafslætti. Til viðbótar koma svo kr. 1.200,- fyrir þá sem kjósa að fara með rútu.
Miðapantani

Haust Dagskrár félagsmiðstöðva:
Komnar eru uppfærðar haust dagskrár fyrir félagsmiðstöðvarnar okkar í Gullsmára, Gjábakka og Boðanum. Dagskrárnar má finna hér á vefsíðunni með því að smella á flipann "Dagskrá félagsmiðstöðva" hér að ofan og velja viðeigandi félagsmiðstöð. Þar má einnig nálgast prentvænar útgáfur. Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi, góða skemmtun í haust og vonumst til þess að eiga góðar stundir saman. kv Stjórnin