

Áskorun um byggingu nýs landsspítala
Stjórnarfundur Landssambands eldri borgara haldinn 14. apríl skorar á stjórnvöld að standa við fyrri ákvörðun um byggingu landsspítala við Hringbraut. Allur sá undirbúningur sem hefur miðast við þá staðsetningu má ekki fara forgörðum. Þær byggingar sem fyrir eru á Hringbraut eru sumar það nýjar að eðlilegt er að þær séu í tengslum og nýtist við nýjan landsspítala. Má þar meðal annars nefna Barnaspítala Hringsins. Þó skiptar skoðanir hafi verið um staðsetningu hefur sú til