Ferðaáætlun FEBK sumarið 2024

Í sumar verður farið í tvær utanlandsferðir og fimm ferðir innanlands á vegum félagsins. Tekið verður upp nýtt fyrirkomulag við skráningu í ferðir. Nú verður hægt að skrá í ferðir á vef félagsins. Ekki verða listar í félagsmiðstöðvum eins og verið hefur, en þeir sem hafa ekki tök á skráningu á netinu geta haft samband við skrifstofu félagsins, sem opin er á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00- 11:30, sími 554 1226.

Riga lettlandi

Höfuðborg Lettlands, Riga, er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins.  Gamli bærinn í borginni er aldagamall og er á heimsminjaskrá  UNESCO.

  • 5 dagar – Dagsetningar: 27. maí – 31. maí
  • Radisson BLU – Riga
  • Verð á mann -Tvíbýli með morgunverði: 189.900 ISK
  • Verð á mann – Einbýli með morgunverði: 229.900 ISK

Innifalið í verði er:

  • Beint flug fram og tilbaka með Air Baltic
    • Brottför frá KEF 27. maí 12:30
      Brottför frá Riga 31. maí 10:40
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska 23 kg handfarangur 10 kg
  • Hótelgisting í 4 nætur á Radisson BLU Latvija Hotel morgunverður alla dagana
  • Einn sameiginlegur kvöldverður á Kalku Varti – þriggja rétta með 2 drykkjum & kaffi/te
  • Skoðunarferð um gamla bæinn
  • Skoðunarferð til Jurmala ásamt hádegisverði á hóteli þar í ferðinni
  • Vínsmökkun Riga Balsam tasting at Black Magic Bar í gönguferðinni um gamla bæinn
  • Akstur til og frá flugvelli í Riga
  • Íslensk fararstjórn Margrét Halldórsdóttir
  • Erlendir leiðsögumenn í skoðunarferðum.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá þig á lista fyrir ferðina. Einnig hægt að skrá sig og fá nánari upplýsingar á skrifstofunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag verða sendar síðar. Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn.

UPPSELT ER Í FERÐINA.

 

safnaheimsókn um suðurland

Hálfs dags ferð fimmtudaginn 16. maí 2024

Farið frá skrifstofu félagsins að Gullsmára 9 kl. 13:00 og ekið á Selfoss. Þegar þangað er komið verður byrjað á því að heimsækja Flug-, bíla- og stríðsminjasafnið sem Eyjamaðurinn Einar Pálmi Elíasson, húsasmíðameistari og iðnrekandi stofnaði.  Þetta safn varðveitir sögu Kaldaðarness- og Selfossflugvallar á ólíkum tímum, ekki síst sögu ungu drengjanna í RAF flugsveit Breta á Ölfursárbökkum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 

Við heimsækjum Þingborg.  Ullarverslun í sérflokki og þar er einnig Gallery Flói, listamannsrekin vinnustofa. 

Við heimsækjum Tré og List í Forsæti og skoðum afar áhugavert gallerí þeirra hjóna Ólafs Sigurjónssonar og Bergþóru Guðbergsdóttur.  Á safninu er meðal annara fágætra muna gamla orgel Landakirkju í Vestmannaeyjum og eftirmynd af auga Lindu Pé, alheimsfegurðardrottningu, rennt og skorið út í tré. 

Kaffi og meðlæti bíða okkar svo á leiðinni í Kópavoginn aftur.   Fararstjóri verður Helgi Ágústsson og áætluð heimkoma kl. 18:30.

  • Verð: 8.000 kr. (+ 2.000 kr. fyrir utanfélagsfólk)
  • Afbókunargjald er kr. 3.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Brottför frá Gullsmára kl. 13:00.
  • Heimkoma um kl. 18:30.
Skráning í ferð

Snæfellsnes

Dagsferð 4. júní

Fyrsta innanlandsferðin okkar í sumar verður á Snæfellsnes. Við höfum áður ferðast um nesið og þá ekið sólarsælis. Að þessu sinni tökum við stefnuna á Grundarfjörð þar sem við munum fá kjötsúpu á Kaffi 59. Komið verður við í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi, litast verður um í Dritvík og síðan kaffistopp að Hellnum. Áður en komið verður að Vegamótum munum við aka að Ölkeldu vestan við Vegamót. Áætluð heimkoma um kl. 18:00.

  • Verð: 11.000 kr. (+ 3.000 kr. fyrir utanfélagsfólk) 
  • Afbókunargjald er kr. 3.500 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15
Skráning í ferð

Kerlingarfjöll

Dagsferð 23. júlí – UPPSELD

Við efnum til dagsferðar í hinn stórbrotna og svipmikla fjallaklasa Kerlingarfjöll. Komum við á Þingvöllum, Geysi og Gullfossi. Komum að Kerlingarfjöllum um kl. 13:30. Þar hefur nýlega verið byggt 26 herbergja hótel. Fáum kjötsúpu á hótelinu áður en við leggjum af stað aftur heim. Á heimleiðinni komum við að Gullfossi. Áætluð heimkoma er um kl. 19:00.

  • Verð:
  • 9.900 kr. (+ 3.000 kr. fyrir utanfélagsfólk)
  • Afbókunargjald er kr. 3.500 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15.

Ferðin er uppseld.

Norðurland-vestra

Tveggja daga ferð 24. – 25. ágúst

24. ágúst: Brottför Gjábakka 8:45, Gullsmára 9:00 og Boðanum 9:15. Stopp í Borgarnesi. Hádegisverður að Laugarbakka í Miðfirði. Ekið að Borgarvirki og Hvítserk. Kvöldverður og gisting að Laugarbakka.

25. ágúst: Morgunverður að Laugarbakka og ekið til Hvammstanga. Við fáum leiðsögn um Selasetur Íslands. Einnig er hægt að heimsækja Bardúsa-Verslunarminjasafnið með krambúð Sigurðar Davíðssonar frá því á fyrri hluta 20. aldar. Í safninu er selt handverk úr héraðinu. Prjónastofan Kidka, ein stærsta prjónastofa landsins, býður í verslun sinni upp á úrval af prjónavöru sem bæði er hönnuð og prjónuð á staðnum. Við snæðum síðan sjávarréttarsúpu í veitingastaðnum Sjávarborg. Kolugljúfur skoðað og þaðan ekið að Landbúnaðarsafninu Hvanneyri. Áætlaður komutími í Kópavog um 19:00.

  • Tveggja manna herbergi kr. 54.000. 
  • Eins manns herbergi kr. 60.000. 
  • Fyrir utanfélagsfólk bætast 3.000 kr. við.
  • Afbókunargjald er kr. 4.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Brottför frá Gjábakka 08:45, Gullsmára 09:00 og Boðanum 09:15.
Skráning í ferð

Norðurland-eystra

Tveggja nátta ferð 9.-11. september

Síðasta ferð sumarsins verður tveggja nátta ferð 9. – 11. september um Norðurland-eystra. 

9. september. Stutt stopp verður gert í Borgarnesi eða Staðarskála. Í hádeginum fáum við súpu og brauð á B&S Blönduósi. Gerum stutt stopp á Akureyri og höldum ferðinni áfram að Narfastöðum í Reykjadal þar sem við fáum kvöldverð og gistingu.

10. september. Leggjum að stað frá Narfastöðum kl. 9:00 og ökum um hinn 250 km. langa Demantshring þar sem eru a.m.k. fimm lykil áfangastaðir , s.s. Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Í hádeginu fáum við súpu og brauð á Vegg veitingahúsi. Stutt stopp verður á Húsavík. Gisting og kvöldverður á Narfastöðum.

11. september. Brottför frá Narfastöðum kl. 9:00. Stoppum á Akureyri og skoðum Flugsafn Íslands. Stoppum aftur í B&S og fáum súpu og brauð. Stutt stopp í Borgarnesi og komið aftur í Kópavog um kl. 19:00.

  • Tveggja manna herbergi kr. 67.500.
  • Einstaklingsherbergi kr. 81.500.
  • Fyrir utanfélagsfólk bætast 3.000 kr. við.
  • Afbókunargjald er kr. 5.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Brottför frá Gjábakka kl. 8:45, Gullsmára kl. 9:00 og Boðanum kl. 9:15.
Skráning í ferð

Torremolinos

Hópur félagsmanna FEBK á Torremolinos á síðasta ári.

Torremolinos á Costa Del Sol 12.-26. október

Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem Torremolinos svæðið hefur uppá að bjóða. Hótelið er gott og vel staðset. Hitastigið er notalegt í október. Fararstjóri leggur áherslu á góða samveru og að allir njóti sín í ferðinni. Fararstjóri: Margrét Halldórsdóttir.

  • Tvíbýli frá kr. 325.900 á mann með afslætti.
  • Einbýlí frá kr. 438.900 á mann með afslætti.
  • 10.000 kr afsláttur á bókun með með kóða SOL2024
  • Fyrir utanfélagsfólk bætast 10.000 kr. við.
  • Afbókunargjald er kr. 20.000 ef afbókað er með minna en 2ja vikna fyrirvara.
  • Ferðaskrifstofa: Úrval Útsýn
Skráning í ferð