


Vestmannaeyjar 11.ágúst 2022
Félag eldri borgara í Kópavogi efnir til ferðar til Vestmannaeyja fimmtudaginn 11. ágúst 2022. Lagt verður af stað frá skrifstofu félagsins kl. 08.00
Ekið til Landeyjahafnar og ferjan Herjólfur tekin til Vestmannaeyja. Eftir stutta skoðunarferð verður snæddur hádegisverður hjá Einsa Kalda og að því búnu skoðum við Eldheima, Safnið Eldheimar rifjar upp á myndrænan og áhugaverðan hátt þegar 5000 íbúar Vestmannaeyja flúðu heimili sín örlaganóttina 23. Janúar 1973. Við fáum okkur í miðdagshressingu, kaffi og köku og því næst verður farið í Spröngu þar sem eyjapeyi sýnir sprang. Eftir ökuferð um Heimaey og áður en við tökum ferjuna til lands snæðum við sjávarréttasúpu og nýbakað brauð.
Ferjan til lands Kl. 19.30, heim í Kópavog Kl. 21.45

Færeyjar 16.-19.september 2022
Flogið frá Keflavík á föstdegi kl. 11:40 og lent þar aftur um kl. 11 á mánudegi. Gist er á Hótel Föroyar.
Ekið verður um Straumey og Austurey og m.a. komið í Gjógv og Klakksvík. Hópurinn skoðar Kirkjubæ og fer í ógleymanlega veislu hjá Jóhannesi Paturssyni kóngsbónda þar. Gengið verður um hluta Þórshafnar og söfn skoðuð.
Tveir kvöldverðir innifaldir en á sunnudagskvöldi reiknum við með að borða á hótelinu og hver greiðir þar fyrir sig.
Áætlað verð er ca kr. 160.000 á mann í tvíbýli með fyrirvara um eldneytishækkanir.
Hægt er að skrá sig gegnum febk@febk.is en hafið samt samband við okkur í síma 861 8222 (Ragnar).
25.000 kr. staðfestingargjald á mann þarf að greiða inn á reikning félagsins fyrir 15. júlí n.k.:
Kt. 431189-2759 Bankaupplýsingar: 0536-26-685
Ferðanefnd FEBK.

Hvalfjörður 18.maí 2022
Ferð er lokið.

9. Júní. 2022 - Reykjanes
Ferð er lokið.

15.Júní.2022 - Guðmundarlundur
Ferð er lokið.

6.Júlí.2022- Gullni hringurinn
Ferð er lokið

9.-11.September.2022 - Vestfirðir
-ATH hætt hefur verið við ferðina
Hætt var við ferð.