Komdu með í ferðalag

FEBK skipuleggur reglulega ferðalög, jafnt innanlands sem utan. Hér að neðan má finna yfirlit fyrir væntanlegar ferðir. Gott er að líta við hér á vefsíðunni reglulega til þess að fylgjast með því þegar nýjar ferðir bjóðast. Pantanir í ferðir eru í síma 554-1226, á tölvupóstfangið febk@febk.is eða á innritunarlista í félagsmiðstöðvunum. Greiða má staðfestingargjald á skrifstofunni eða inn á bankareikning FEBK 0536-26-685, kennitala 431189-2759 í heimabankanum á netinu.

 

2020
Félag eldri borgara í Kópavogi mun gangast fyrir 6 innanlandsferðum í sumar.
 
Í dag er gert ráð fyrir að farin verði söguferð um Kópavog, skoðunarferð um Suðvesturland, ekið um um Snæfellsnes, ekinn hálendishringur, siglt um sundin blá og farið verði í Þórsmörk.

Þessar ferðir verða kynntar nánar á aðalfundi félagsins í júní og munu innritunarlistar þá liggja frammi í félagsmiðstöðvunnum. Frekari upplýsingar um þessar ferðir og fleiri munu einnig birtast hér að neðan eftir því sem þær verða auglýstar. 

Íslendingaslóðir í vesturheimi

29 júlí - 8 ágúst 2020 hefur verið felld niður

Ferð til Bergen í Noregi

15-19 maí 2020 hefur verið felld niður

Ferð til Krakow Póllandi

1-5 september 2020

© 2016 FEBK. Gullsmára 9: 201 Kópavogur. Sími: 554-1226    - Vefsíðugerð - Uppsetning í samstarfi við www.